Fréttir

Sjúkraflutningar frá flugstöðinni 10% útkalla
Frá Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd: ISAVIA
Föstudagur 28. október 2016 kl. 10:14

Sjúkraflutningar frá flugstöðinni 10% útkalla

Sjúkraflutningum á vegum Brunavarna Suðurnesja hefur fjölgað umtalsvert á árinu miðað við undanfarin ár. Fjöldi flutninga á síðasta ári var 2.276. Um miðjan þennan mánuð síðastliðinn var fjöldinn á árinu kominn í 2.091. Árið 2013 voru 5 prósent sjúkraflutninga á vegum Brunavarna Suðurnesja úr flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Það hlutfall hefur aukist jafnt og þétt og hefur verið 10,5 prósent það sem af er þessu ári.

Júlímánuður hefur verið sá annasamasti það sem af er þessu ári en þá voru útköllin 258 samanborið við 210 í júní. Mun fjöldi útkalla í júlí hafa verið nokkuð óvenjulegur þar sem yfirleitt er minna að gera við sjúkraflutninga yfir sumartímann. Á Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja má nálgast nánari upplýsingar um fjölda útkalla.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024