Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjúkraflutningamenn í Grindavík í framhaldsnám
Föstudagur 4. apríl 2014 kl. 09:52

Sjúkraflutningamenn í Grindavík í framhaldsnám

– Átak í menntunarmálum sjúkraflutningamanna HSS í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur í samstarfi við nokkra aðila gert átak í menntunarmálum sjúkraflutninga HSS í Grindavík og sent þrjá sjúkraflutningamenn í framhaldsnám í sjúkraflutningum.

Í tilkynningu frá HSS segir að stofnunin vilji koma á framfæri þakklæti til þessara aðila því mikilvægt er að sjúkraflutningamenn hafi kost á framhaldsmenntun sem þessari. Námið er um 320 klst og kennt í streymi með verklegum staðarlotum.

Eftirtaldir aðilar, ásamt HSS,styrktu verkefnið: Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Stakkavík ehf, Vísir hf og Þorbjörn hf.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024