Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóvarnir á viðkvæmu útivistarsvæði
Þriðjudagur 22. október 2013 kl. 09:12

Sjóvarnir á viðkvæmu útivistarsvæði

Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur veitt Skipulagsstofnun umsögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd.

Talsverður hluti strandarinnar er í flóðahættu vegna landbrots, landsigs og hækkandi sjávarstöðu. Gerð sjóvarnargarða á umræddum stöðum í sveitarfélaginu samrýmist og stuðlar að stefnu aðalskipulags um að allir íbúar sveitarfélagsins búi við góð búsetuskilyrði í fallegu og öruggu umhverfi þ.m.t. vegna náttúruvár, segir í umsögn nefndarinnar. Engu að síður telur nefndin að framkvæmdin sé þess eðlis að hún skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum af þeim ástæðum að svæðið er hverfisverndað og á náttúruminjaskrá og framkvæmdasvæðið í Vogum er á viðkvæmu útivistarsvæði í hjarta bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024