Sjóvarnargarður við golfvöll verði ræddur við Vegagerðina
Skipulagsnefnd Grindavíkur hvetur Vegagerðina til þess að gera úttekt á sjóvarnargörðunum, m.a. við golfvöll Grindavíkur við Húsatóftir, og gera þær úrbætur sem þarf til að lágmarka tjón komi til sambærilegs atburðar aftur.
Þetta kemur fram í bókun um málið og þar felur skipulagsnefnd sviðsstjóra að ræða við Vegagerðina. Í sjávarflóði þann 6. janúar síðastliðinn varð golfvöllurinn við Húsatóftir, vestan Grindavíkur, fyrir tjóni af völdum grjóts sem dreifðist viða um völlinn niður við sjó. Sambærilegur atburður átti sér stað í febrúar 2020.