Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjöunda Safnahelgin framundan
Miðvikudagur 11. mars 2015 kl. 16:35

Sjöunda Safnahelgin framundan

- ókeypis aðgangur

Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða í sjöunda sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 14. – 15. mars nk.  Markmiðið hefur frá fyrstu tíð verið hið sama þ.e. að kynna fyrir þjóðinni hin frábæru söfn og sýningar sem við bjóðum upp á Suðurnesjum.

Þetta er liður í menningarferðaþjónustu svæðisins og upplagt fyrir íbúa næsta nágrennis s.s. höfuðborgarinnar að renna í bíltúr hingað suður eftir um helgina og upplifa eitthvað af því fjölmarga sem hér verður í boði.

Aðsóknin síðustu ár hefur alltaf verið að aukast og síðast komu í kringum 2000 gestir. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því verður margt á döfinni og fjölbreytt dagskrá.  Auk þess eru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis og sölu.

Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin að þessu tilefni og um leið á þá dagskrá sem er í boði á hverjum stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024