Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjötta starfsár Keilis að byrja
Mánudagur 4. júní 2012 kl. 16:51

Sjötta starfsár Keilis að byrja

Keilir hefur sitt sjötta skólaár næsta vetur. Inntaka nýnema er í fullum gangi og umsóknarfrestur rennur út n.k. miðvikudag. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, markaðsstjóri Keilis segir umsóknir hafa gengið vonum framar. Mikil aðsókn er á flestar námsbrautir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mikill skortur á tæknifræðingum
Aldrei hefur verið eins mikil aðsókn í tæknifræðina og nú. Námið er 3ja ára háskólanám, unnið í samstarfi við Háskóla Íslands og fyrstu tæknifræðingar okkar eru að útskrifast í vor. Atvinnulífið hreinlega öskrar á fleiri tæknifræðimenntaða einstaklinga og laun í atvinnugreininni eru mjög góð. Keilir hefur lagt þunga áherslu á tæknifræðina frá upphafi. Kennsluaðstaðan er framúrskarandi, fullkomnar rannsóknarstofur og smiðjur með m.a. stórum vinnuþjörkum (róbotum). Í tæknifræðinni er lögð rík áhersla á verklega kennslu samhliða þeirri bóklegu og sökum þessa hefur námið verið mjög vinsælt hjá þeim sem eru með iðnmenntun að baki og vilja helst vinna með höndunum. Margir nýta sér það að koma inn í námið með iðnmenntun sína og starfsreynslu en við brúum þá yfir í háskólanámið með Háskólabrúnni. Á þremur árum geta þeir svo lokið námi og útskrifast sem tæknifræðingar með góða atvinnumöguleika og fínar tekjur.


Flugið styrkist
Flugakademía Keilis hefur nú sannað sig. Nemendur okkar velja að fljúga hjá Keili fyrst og fremst vegna glæsilegs flugþota en ekki síður vegna þjónustulipurðar hjá starfsfólki sem er alltaf reiðubúið að hjálpa til. Mikil aukning hefur verið á erlendum flugnemum, sérstaklega frá Danmörku og Bretlandi en Bandaríkjamenn koma líka gjarnan til Keilis til að sækja sér evrópskt flugleyfi . Þeir segjast undantekningarlaust velja Keili vegna góðs orðspors og hagstæðs verðs. Keilir á í dag fimm glæsilegar kennsluflugvélar frá Diamond en þarf fljótlega að fara að bæta fleiri vélum við til að anna eftirspurninni. Auk einka- og atvinnuflugnáms er líka kennd flugþjónusta og flugumferðarstjórn.


Stærsta Háskólabrúin
Háskólabrú Keilis hefur verið fjölmennasta námsleið Keilis frá upphafi. Hana sækja þeir sem luku ekki stúdentsprófi á sínum tíma og vilja nú fara í háskólanám. Háskólabrúin er kennd á einu ári og að henni lokinni geta nemendur sótt um í hvaða háskólanámi sem er á Íslandi og í mörgum erlendum háskólum. Gunnhildur segir ástæðu vinsælda Háskólabrúarinnar hjá Keili vera líkt og í öðrum námsleiðum Keilis fyrst og fremst þjónustan sem veitt er nemendum. Í Keili er öllum mætt á þeim stað sem þeir eru. Námsráðgjafar okkar eru virkilega flinkir og allir kennarar við Háskólabrúna eru opnir fyrir nýjungum í kennsluháttum sem skila betri kennslu. Þá geta nemendur við Háskólabrú valið á milli fjögurra námsleiða, eftir því á hvaða sviði þeir hyggjast sækja sitt háskólanám en í flestum öðrum frumgreinadeildum er aðeins ein leið fyrir alla. Mikil áhersla er lögð á hópavinnu.


ÍAK einkaþjálfarar eftirsóttir
Fjórða stoðin er Íþróttaakademía Keilis er þar er kennt hið geysivinsæla nám, ÍAK einkaþjálfun sem hefur aldeilis sannað gildi sitt á vinnumarkaðnum. ÍAK einkaþjálfarar njóta mikilla vinsælda enda mjög færir í sínu fagi eftir strembið nám. Gunnhildur segir nemendur við ÍAK einkaþjálfun með mjög blandaðan bakgrunn. Þetta er upp til hópa fólk sem er með talsverða menntun að baki sér en í vetur voru yfir 25% nemenda með a.m.k. eitt háskólapróf. Meðalaldurinn er um 30 ár og allir eiga það sameiginlegt að hjartað þeirra tikkar í öllu sem við kemur heilsu. Íþróttamenn sækja líka mikið í námið en núna í vetur var t.d. Edda Garðarsdóttir, knattspyrnukona í Svíþjóð, í náminu. Hún kom heim mánaðarlega til að sækja staðkennslu. Íþróttaakademía Keilis hefur einnig skapað sér nafn fyrir framúrskarandi ráðstefnur og símenntunarnámskeið sem þjálfarar víðs vegar um landið sækja stíft.


Keilir hefur verið mikið í umræðunni í vetur fyrir hugmyndir um speglaða kennslu (flipped classroom) en þessir kennsluhættir verða innleiddir í skólann næsta vetur og hefur Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, leitt það verkefni . Þar nýtum við okkur tæknina. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu þannig að nemendur hlusta/horfa á þá heima eins oft og þeir vilja. „Heimavinnan“, þ.e. verkefnavinna, fer hins vegar fram í skólanum. Þetta hefur verið að ryðja sér til rúms erlendis við miklar vinsældir enda meiri þjónustuna við nemendur og meira lifandi nám.
Að lokum vill Gunnhildur hvetja alla áhugasama um að hafa samband við Keili fyrir frekari upplýsingar um námsleiðir. ,,Nú er rétti tíminn til að læra.“