Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjötta hvert fyrirtæki á Suðurnesjum í þrot
Fimmtudagur 15. janúar 2009 kl. 09:35

Sjötta hvert fyrirtæki á Suðurnesjum í þrot



Þannig hljóðar sláandi fyrirsögn á síðu tvö í Fréttablaðinu dag. Er þar vísað til nýlegrar spár Creditinfo á Íslandi. Í henni kemur fram að tæplega 18% fyrirtækja á Reykjanesi verði gjaldþrota áður en árið er á enda, eða 248 af 1403 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið sé hærra en í nokkrum öðrum landshluta.

„Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það hæsta á landinu, um tíu prósent, og þetta er dálítið endurvarp frá fyrirtækjum sem standa illa en á það þarf að líta að hér er hátt hlutfall einyrkjafyrirtækja," hefur blaðið m.a. eftir Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ.

Kristján G. Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir í samtali við FB spána um gjaldþrotin ekki koma á óvart. Hún rími við atvinnuleysistölur svæðisins. Hlutfall atvinnulausra sé hátt á Suðurnesjum vegna fjölda lítilla fyrirtækja, sérstaklega í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, sem hafi farið í þrot.

Bæði Árni og Kristján binda vonir við byggingu álvers í Helguvík sem verði öflugur vinnuveitandi. 

Sjá nánar á visi.is hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/HBB - Unnið við væntanlegan kerskála álvers í Helguvík. Margir telja álverið nauðsynlega innspýtingu inn í atvinnulífið á Suðurnesjum, þar sem horfur eru alls ekki góðar á næstu mánuðum.