Sjötíu milljónir týndar
Um 70 milljónir króna hafa ekki skilað sér til skiptastjóra Thermo Plus Europe á Íslandi vegna kælibúnaðar sem seldur hafði verið til dótturfélagsins TP UK í Cambridgeshire í Englandi. Visir.is greindi frá.
Hefur Stefán Bj. Gunnlaugsson skiptastjóri farið þess á leit við nýskipaðan skiptastjóra Thermo Plus England ltd. að málið verði rannsakað og eins úttekt á miklu magni tækja af vörulager Eimskips í Englandi.
Samkvæmt heimildum DV hefur miklu af kælitækjum verið komið í umferð ytra á undanförnum vikum og er grunur um að þar sé maðkur í mysunni og jafnvel sé þar um hreinan þjófnað að ræða. Skiptastjóri segir að ef menn hafi verið að kaupa stolna vöru fyrirtækisins sé hægt að rifta slíkum kaupum.
Thermo Plus Europe á Íslandi var tekið til gjaldþrotaskipta 11. apríl og viku seinna, eða 18. apríl, var mikið af framleiðsluvörum frá Íslandi sótt í nafni fyrirtækisins í vörugeymslur Eimskipafélagsins í Englandi. Greiðslur vegna þessa og annarra sendinga frá áramótum hafa ekki borist til skiptastjóra á Íslandi en jafnvel er talið að búnaðurinn hafi verið seldur í beinni sölu fram hjá breska fyrirtækinu. Sala á þessum búnaði ytra er nú talin torvelda mjög möguleika á að koma framleiðsluvörum Thermo Plus á Íslandi í verð, en helsti markaðurinn er einmitt í Bretlandi.
Thermo Plus í Englandi var ekki tekið til gjaldþrotaskipta á sama tíma og íslenska móðurfélagið, enda um sjálfstætt sölufyrirtæki að ræða sem þó var í 100% eigu Thermo Plus á Íslandi. Stefán Bj. Gunnlaugsson skiptastjóri segir að þegar ljóst var að um 60 til 70 milljóna greiðslu vantaði samkvæmt bókhaldi vegna
sölu á búnaði til Englands hafi hann kannað leiðir til að láta lýsa breska fyrirtækið gjaldþrota. Niðurstaðan varð sú að sem umsjónarmaður þrotabúsins og sem stór kröfuhafi hafi hann óskað eftir að stjórnendur létu lýsa því gjaldþrota. Á föstudag var síðan haldinn fundur með kröfuhöfum og hluthöfum ytra og skipaður breskur skiptastjóri í búið frá endurskoðunarfyrirtækinu Gilder Thorp & Partner.
Svo virðist sem tvær blokkir berjist hatrammlega á bak við tjöldin um yfirráð yfir fyrirtækinu. Einnig mun vera mikil reiði meðal breskra viðskiptavina félagsins. Þá er fjöldi óstaðfestra sagna á lofti um að sviksamlegt athæfi hafi átt sér stað. Stefán Bj. Gunnlaugsson skiptastjóri segir erfitt að meta hvað sé satt og hvað ekki í fullyrðingum sem þar ganga á víxl á milli manna.
Hefur Stefán Bj. Gunnlaugsson skiptastjóri farið þess á leit við nýskipaðan skiptastjóra Thermo Plus England ltd. að málið verði rannsakað og eins úttekt á miklu magni tækja af vörulager Eimskips í Englandi.
Samkvæmt heimildum DV hefur miklu af kælitækjum verið komið í umferð ytra á undanförnum vikum og er grunur um að þar sé maðkur í mysunni og jafnvel sé þar um hreinan þjófnað að ræða. Skiptastjóri segir að ef menn hafi verið að kaupa stolna vöru fyrirtækisins sé hægt að rifta slíkum kaupum.
Thermo Plus Europe á Íslandi var tekið til gjaldþrotaskipta 11. apríl og viku seinna, eða 18. apríl, var mikið af framleiðsluvörum frá Íslandi sótt í nafni fyrirtækisins í vörugeymslur Eimskipafélagsins í Englandi. Greiðslur vegna þessa og annarra sendinga frá áramótum hafa ekki borist til skiptastjóra á Íslandi en jafnvel er talið að búnaðurinn hafi verið seldur í beinni sölu fram hjá breska fyrirtækinu. Sala á þessum búnaði ytra er nú talin torvelda mjög möguleika á að koma framleiðsluvörum Thermo Plus á Íslandi í verð, en helsti markaðurinn er einmitt í Bretlandi.
Thermo Plus í Englandi var ekki tekið til gjaldþrotaskipta á sama tíma og íslenska móðurfélagið, enda um sjálfstætt sölufyrirtæki að ræða sem þó var í 100% eigu Thermo Plus á Íslandi. Stefán Bj. Gunnlaugsson skiptastjóri segir að þegar ljóst var að um 60 til 70 milljóna greiðslu vantaði samkvæmt bókhaldi vegna
sölu á búnaði til Englands hafi hann kannað leiðir til að láta lýsa breska fyrirtækið gjaldþrota. Niðurstaðan varð sú að sem umsjónarmaður þrotabúsins og sem stór kröfuhafi hafi hann óskað eftir að stjórnendur létu lýsa því gjaldþrota. Á föstudag var síðan haldinn fundur með kröfuhöfum og hluthöfum ytra og skipaður breskur skiptastjóri í búið frá endurskoðunarfyrirtækinu Gilder Thorp & Partner.
Svo virðist sem tvær blokkir berjist hatrammlega á bak við tjöldin um yfirráð yfir fyrirtækinu. Einnig mun vera mikil reiði meðal breskra viðskiptavina félagsins. Þá er fjöldi óstaðfestra sagna á lofti um að sviksamlegt athæfi hafi átt sér stað. Stefán Bj. Gunnlaugsson skiptastjóri segir erfitt að meta hvað sé satt og hvað ekki í fullyrðingum sem þar ganga á víxl á milli manna.