Sjötíu manns sagt upp hjá Keflavíkurverktökum
Sjötíu iðnaðarmenn hjá Keflavíkurverktökum á Keflavíkurflugvelli fá sent uppsagnarbréf á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er ástæðan verkefnaskortur hjá fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli. Uppsagnirnar taka gildi 1. október nk.Um 250 manns hafa starfað hjá Keflavíkurverktökum á þessu ári. Við verkúthlutun hjá Bandaríkjaher sl. haust kom ekkert í hlut Keflavíkurverktaka. Íslenskir Aðalverktakar fengu nánast alla úthlutunina sem var m.a. vinna við 13 íbúðablokkir og nú tæpu ári síðan hafa Keflvíkurverktakar ekki enn fengið neitt.
Trúnaðarmönnum starfsmanna fyrirtækisins var tilkynnt um uppsagnirnar í morgun.
Keflavíkurverktakar hafa haft þjónustusamning við Varnarliðið, svokallaðan Húsunarsamning, sem hefur skapað 35 manns störf en hann var boðinn út að nýju fyrr í vetur. Afgreiðslu hans var frestað til 1. október. Haldi Keflavíkurverktakar honum er búist við því að 35 manns af þeim 70 sem sagt verður upp, fá störf á ný.
Ljóst er að þessar uppsagnir eru gríðarlegt áfall fyrir samfélagið á Suðurnesjum en þetta er tæplega þriðjungur starfsamanna Keflavíkurverktaka.
Fyrirtækið er nú með tvö nokkuð stór verkefni á höfuðborgarsvæðinu en verk innan vallar lýkur öllum á næstu mánuðum. Eins og fyrr greinir hefur fyrirtækið ekki fengið nein verk úthlutuð frá Varnarliðinu og eins hefur það ekki náð neinum slíkum í útboðum á árinu. ÍAV og Ístak hafa fengið þau.
Um næstu áramót lýkur einokum Keflavíkurverktaka og Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli sem fyrirtækin hafa haft í hálfa öld en á undanförnum fjórum árum hefur einokunin „minnkað" samkvæmt ákvörðun þar um hjá yfirvöldum sem tilkynnt var fyrir fimm árum.
Á síðasta árið var mikil breyting á eignarhaldi Keflavíkurverktaka hf. Þá keypti Eisch Holding, félag í eigu Bjarna Pálssonar, nær 100% í Keflavíkurverktökum. Áður var félagið í eigu margra aðila á Suðurnesjum.
Trúnaðarmönnum starfsmanna fyrirtækisins var tilkynnt um uppsagnirnar í morgun.
Keflavíkurverktakar hafa haft þjónustusamning við Varnarliðið, svokallaðan Húsunarsamning, sem hefur skapað 35 manns störf en hann var boðinn út að nýju fyrr í vetur. Afgreiðslu hans var frestað til 1. október. Haldi Keflavíkurverktakar honum er búist við því að 35 manns af þeim 70 sem sagt verður upp, fá störf á ný.
Ljóst er að þessar uppsagnir eru gríðarlegt áfall fyrir samfélagið á Suðurnesjum en þetta er tæplega þriðjungur starfsamanna Keflavíkurverktaka.
Fyrirtækið er nú með tvö nokkuð stór verkefni á höfuðborgarsvæðinu en verk innan vallar lýkur öllum á næstu mánuðum. Eins og fyrr greinir hefur fyrirtækið ekki fengið nein verk úthlutuð frá Varnarliðinu og eins hefur það ekki náð neinum slíkum í útboðum á árinu. ÍAV og Ístak hafa fengið þau.
Um næstu áramót lýkur einokum Keflavíkurverktaka og Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli sem fyrirtækin hafa haft í hálfa öld en á undanförnum fjórum árum hefur einokunin „minnkað" samkvæmt ákvörðun þar um hjá yfirvöldum sem tilkynnt var fyrir fimm árum.
Á síðasta árið var mikil breyting á eignarhaldi Keflavíkurverktaka hf. Þá keypti Eisch Holding, félag í eigu Bjarna Pálssonar, nær 100% í Keflavíkurverktökum. Áður var félagið í eigu margra aðila á Suðurnesjum.