Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóstangaveiðimót í Grindavík um helgina
Þriðjudagur 21. ágúst 2007 kl. 09:51

Sjóstangaveiðimót í Grindavík um helgina

Innanfélagsmót EFSA (Evrópusamband sjóstangaveiðimanna) verður haldið í Grindavík laugardaginn 25 ágúst 2007. Mótið er stigamót og keppt um Íslandsmeistara EFSA Ísland 2007. Veitt er eftir reglum EFSA.
 
Dagskrá:
             Mótið sett föstudaginn 24 ágúst kl :20:00 í Saltfisksetrinu
             Félagsfundur föstudaginn 24 ágúst kl : 21:00
             Haldið á miðin kl : 06:00 laugardaginn 25 ágúst.
             Veiðum hætt kl : 14:00.
             Lokahóf og verðlauna afhending kl : 20:00í Salthúsinu,matur og
             dansleikur.
 
Í mótinu ráðast úrslit fremur af fjölda veiddra tegunda en aflamagni en veitt verða verðlaun fyrir stærsta fisk sinnar tegundar og stigahæstu einstaklinga karla og kvenna í 1. 2. og 3. sæti. Skipstjórar á þremur aflahæstu bátunum fá einnig verðlaun

Af vefsíðu Grindavíkurbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024