Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 29. júlí 2002 kl. 09:07

Sjórinn flæddi inn um opnar dyr

Sjóslysanefd hefur skilað af sér skýrslu um Unu í Garði sem fórst í fyrrasumar. Telur nefndin að það sem orsakaði það að Una í Garði GK 100 fórst við rækjuveiðar í Skagafrjarðardýpi 17.júli í fyrra, hafi verið að netalúga á stjórnborða var opin auk þess var opið frá milliþilfari inn í stakkageymslu en þaðan flæddi sjórinn óhindrað inn í íbúðarrými. Tveir skipverjar fórust en fjórir björguðust naumlega.
Í áliti nefndarinnar kemur fram að þegar skipinu var snúið á stjórnborða hafi sjór náð að gutla inn um lúguna og inn á milliþilfari með stigvaxandi áhrifum þar til flæði inn um lúguna varð stöðugt. Sjórinn átti þaðan greiðaleið niður í íbúðarrými í afturskipinu en ali er að það hafi fyllst af sjó á um hálfri mínútu sem leiddi til þess að skipið sökk á skömmum tíma.
Ástæða þess að netalúgan var opin virðist vera sú að algengt er að hafa hana opna á rækjuveiðum á sumrin til að bæta loftræstinguna í skipinu. Lúga hefur verið höfð opin í mun verri veðrum en var í síðustu sjóferðinni og oftsinnis hafi verið snúið á stjórnborða með lúguna opna.
Þegar stýrimaður varð var við að sjór flæddi inn í skipið vakti hann skipstjórann og fór síðan rakleiðis niður vistaverur skipverja til að gera þeim viðvart. Greip hann með sér ungan son sinn og vélstjórinn fylgdi fast á eftir. Tveir skipverja voru í skutklefa en þeir náðu ekki að komast upp úr káetunni að því að talið er. Engin neiðarbjalla var í brúnni, eins og lög gera ráð fyrir í skipum af þessari stærð, að sögn skiptstjórans.
Árið 2000 voru talsverðar breytingar gerðar á skipinu í pólskri skipasmíðastöð. Í skýrslunni segir að symmþykkt stöuleikagögn hafi fyrst komið um borð um ári eftir breytingu og að í íslenskri þýðingu gagna um hvað beri að varast hafi verið verulegur agnúi á vissum lykilatriðum í leiðbeiningum til skipstjórnarmanna s.s. varðandi vatnsþétta lokun skips til sjós.
Meðal tillagna í öryggisþátt er bent á mikilvægi þess að vatnsþétt hólfun skips sé ávallt í lagi og vatnsþétt lokun sé tryggð í rekstri skips. Nauðsynlegt sé að því sé fylgt strangt eftir að um borð séu samþykktar teikningar af öryggisbúnaði og bent er á að að eftir breytingar á skipum verði ekki gefin út haffærisskírteini fyrr en samþykkt stöðuleikagögn liggi fyrir, enda séu þau hluti af skipskjölum sem skipstjóramenn eiga að kynna sér. Þá ítrekar nefndin fyrri ábendingar um að Siglingastofnun Íslands fylgi því eftir að björgunaæfingar séu haldnar í samræmi við reglugerðir. Þá bendir nefndin á að fylgt verði eftir reglum um að fullnægandi loftræsting geti verið um vistarverur áhafnar við öll skilyrði. Morgunblaðið greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024