Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjór hefur komist í skipið - skipstjóri afþakkar aðstoð
Þriðjudagur 19. desember 2006 kl. 07:33

Sjór hefur komist í skipið - skipstjóri afþakkar aðstoð

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa streymt að strandstað í morgun á Stafnesi þar sem 3600 tonna erlent flutningaskip strandaði snemma í morgun skammt undan landi. Um borð eru 12 manns og talsverður sjór hefur komist í skipið, sem ekki er með neinn farm.  Spáð er versnandi veðri, sem veldur björgunarsveitarmönnum nokkrum áhyggjum en skipstjóri hefur afþakkað aðstoð þyrlu. Nokkurt brim er á strandstað og björgunarbátar Landsbjargar eru fyrir utan og halda sjó í 10 metra ölduhæð. Beðið er átekta eftir viðbrögðum skipstjóra en björgunarsveitamenn meta stöðuna alvarlega, að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Landsbjörgu.

Efri mynd: Frá strandstað í morgun. Eins og myndin ber með sér er skipið örskammt undan landi.

Neðri mynd: Björgunarsveitarmenn ráða ráðum sínum á strandstað í morgun.

VF-myndir: Ellert Grétarsson







 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024