Sjónvarpsþáttur VF: Horft fram á veginn
– í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld
Það verður horft fram á veginn í fyrsta þætti ársins hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöldið 8. janúar, kl. 21:30.
Gestir þáttarins eru þau Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Ragnheiður Elínu Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri hjá Grindavíkurbæ. Það var Páll Ketilsson sem ræddi við þau í myndveri ÍNN.
Sjónvarp Víkurfrétta var á dagskrá ÍNN í samtals 38 vikur á síðasta ári. Víkurfréttir framleiða þáttinn fyrir ÍNN og vf.is. Þátturinn verður áfram á dagskránni nú eftir áramótin.
Í Sjónvarpi Víkurfrétta er fjallað um áhugaverð málefni á Suðurnesjum en þátturinn er laus við allt dægurþras. Lesendur vf.is eru hvattir til að standa vaktina með okkur á Víkurfréttum og benda á áhugaverð málefni til umfjöllunar í þættinum. Ábendingar má senda á póstfangið [email protected].