Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjónvarpsþáttur á Ljósanæturnótum
Páll Ketilsson ræðir við Björgvin Guðmundsson um Andlit bæjarins í þættinum í kvöld.
Fimmtudagur 3. september 2015 kl. 09:57

Sjónvarpsþáttur á Ljósanæturnótum

Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er á sannkölluðum Ljósanæturnótum. Í þætti kvöldsins er rætt við Björgvin Guðmundsson, áhugaljósmyndara í Ljósopi, um aðalsýningu Listasafns Reykjanesbæjar, Andlit bæjarins.

Við tökum einnig hús á Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, og hún segir okkur frá öllu því helsta sem boðið er uppá á Ljósanótt í ár.

Þátturinn kíkti á lokaæfingu á Lögum unga fólksins, sem er nýjasta afurð Með blik í auga. Söngskemmtunin var frumsýnd í gærkvöldi en næstu sýningar eru á sunnudag.

Þá förum við í sjósund í Njarðvík með hraustum köppum og endum þáttinn á æfingu fyrir hjólbörutónleika í Keflavíkurkirkju.

Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30 og verður einnig aðgengilegur í HD á vef Víkurfrétta síðdegis.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024