Sjónvarpsiðnaðurinn blómstrar á Ásbrú
- The Voice Ísland tekið upp í Atlantic Studios
Sjónvarpsiðnaðurinn blómstrar um þessar mundir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Tvö risastór sjónvarpsverkefni eru nú í framleiðslu þar á vegum Sagafilm.
Framleiðsla á þriðju seríu af Biggest Looser er að hefjast á Ásbrú en myndver innréttað í Officeraklúbbnum og þátttakendur leysa ýmsar þrautir víðsvegar um Suðurnes.
Hitt verkefnið sem nú er unnið að tökum á á Ásbrú er The Voice Ísland. Fyrstu tökur fóru fram í Atlantic Studios á Ljósanótt. Í Atlantic Studios hefur verið byggð risastór leikmynd fyrir þáttinn en næstu tökur fara fram eftir um mánuð.
Um Ljósanæturhelgina fóru fram upptökur á „blind audition“ þar sem þjálfararnir, Helgi Björns, Svala Björgvins, Unnsteinn Manúel og Salka Sól völdu sér söngvara sem þeir munu þjálfa.
Myndefnið með fréttinni er frá fésbókarsíðum Sagafilm og Skjá einum, sem sýnir The Voice.