Sjónvarpið svo stórt að það komst ekki í bílinn
Aníta B. Sveinsdóttir var stálheppin í Jólalukku Víkurfrétta fyrir jólin. Hún setti lukkumiða í pott í Nettó þar sem m.a. voru dregnir út aukavinningar. Aníta vann 65” sjónvarp.
Jóhannes Ellertsson, sonur Anítu, mætti fyrir hönd móður sinnar og sótti sjónvarpið. Syninum varð reyndar smá vandi á höndum, þar sem sjónvarpið var það stórt að það komst engan veginn í bílinn til að koma því heim. Það vandamál var leyst fljótt og örugglega.
Á myndinni eru þau Jóhannes Ellertsson og Erla Valgeirsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Nettó í Krossmóa, með vinninginn góða.