Sjónvarpi og DVD-spilara stolið í Njarðvík
Skömmu eftir hádegi á laugardag var tilkynnt um innbrot og þjófnað í íbúð í fjölbýlishúsi á Hjallavegi í Njarðvík. Allt bendir til þess að farið hafi verið inn um ólæsta svalahurð á jarðhæð er íbúar voru fjarverandi í morgun milli kl. 09:30 til 14:30. Stolið var sjónvarpstæki og DVD spilara.
Á föstudagsmorgun kl. 08:48 var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr við nýbyggingu á Klettási í Njarðvík. Tilkynnandi kvaðst sakna fartölvu af gerðinni Compaq. Innbrotið hafði átt sér stað um nóttina.
Á föstudagsmorgun kl. 08:48 var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr við nýbyggingu á Klettási í Njarðvík. Tilkynnandi kvaðst sakna fartölvu af gerðinni Compaq. Innbrotið hafði átt sér stað um nóttina.