HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Fréttir

  • Sjónvarp: Sólarhringsþjónusta fyrir íbúa í kjarna fyrir fatlaða
    Íbúðakjarni með fimm íbúðum fyrir fólk með fötlun og þjónusturými hefur verið byggður í Sandgerði.
  • Sjónvarp: Sólarhringsþjónusta fyrir íbúa í kjarna fyrir fatlaða
    Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis og Sveitarfélagsins Voga
Föstudagur 19. október 2018 kl. 17:45

Sjónvarp: Sólarhringsþjónusta fyrir íbúa í kjarna fyrir fatlaða

Íbúðakjarni með fimm íbúðum fyrir fólk með fötlun og þjónusturými hefur verið byggður í Sandgerði. Húsnæðið er tilbúið og fyrstu íbúarnir fluttir inn. Það eru Landssamtökin Þroskahjálp sem létu byggja íbúðakjarnann með stofnframlagi frá bæði sveitarfélaginu og Íbúðalánasjóði.
 
Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær undirrituðu snemma árs 2016 samkomulag um byggingu og rekstur íbúða fyrir fólk með fötlun að Lækjamótum 61 til 65 í Sandgerði. Um er að ræða íbúðakjarna með fimm íbúðum og þjónusturými en sólarhrings þjónusta verður í íbúðakjarnanum sem félagsþjónusta sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis og Sveitarfélagsins Voga annast.
 
Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis greiðir 12 prósent stofnkostnaðar og ríkið 18 prósent. Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar standa svo straum af því sem uppá vantaði. Bygging íbúðakjarnans kostaði um 140 milljónir króna. Samkvæmt reglum má Þroskahjálp ekki hagnast á rekstri húsnæðisins, heldur verða leigutekjur að standa undir rekstri og viðhaldi hússins. Þá greiða íbúar ekki meira en 25% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu.
 
- Er vöntun á þessari þjónustu?
 
„Já, það er gríðarleg vöntun og við höfum verið með biðlista frá því málaflokkurinn fór frá ríki til sveitarfélags,“ segir Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis og Sveitarfélagsins Voga í samtali við Víkurfréttir.
 
„Hér eru einstaklingar með mjög mismunandi þjónustuþarfir og hér verður sólarhringsþjónusta í boði. Hér er fólk í sjálfstæðri búsetu og fær þjónustuna heim,“ segir Guðrún en starfsfólk er til staðar í sérstöku þjónusturými allan sólarhringinn.
 
Þó svo íbúðirnar fimm hafi verið teknar í notkunn er ennþá biðlisti eftir úrræði sem þessu í sveitarfélaginu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort eða hvenær verði ráðist í frekari húsbyggingar.

Public deli
Public deli