Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Sjónvarp: Risablöðrur á setningu Ljósanætur
  • Sjónvarp: Risablöðrur á setningu Ljósanætur
    Samningar undirritaðir á risablöðru. VF-myndir: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 23. ágúst 2016 kl. 12:06

Sjónvarp: Risablöðrur á setningu Ljósanætur

- samningar við helstu styrktaraðila Ljósanætur undirritaðir

„Það þarf fólk eins og þig“ söng Rúnar Júlíusson í vinsælu lagi og segja má að þessi lína gæti hæglega verið einkennislína Ljósanætur.

Ljósanótt er ein af stærri bæjarhátíðum landsins og fer nú fram í 17. sinn dagana 1. - 5. september nk. Í sumar var sent út bréf til fjölda fyrirtækja á svæðinu og leitað eftir fjárhagslegum stuðningi við framkvæmd hátíðarinnar og í morgun kl. 10.00 skrifaði bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson undir samninga við fjóra stærstu styrktaraðilana en þeir eru Landsbankinn sem er helsti styrktaraðili Ljósanætur, Nettó sem styrkir dagskrá föstudagskvöldsins og barnadagskrána, Skólamatur sem gefur kjötsúpuna á föstudagskvöldinu og HS Orka sem lýsir upp Ljósanótt með því að fjármagna flugeldasýninguna. 

Bæjarstjóri þakkaði fulltrúum þessara fyrirtækja sitt framlag og jafnframt hvatti hann þau fyrirtæki sem enn hafa ekki svarað bréfinu, að senda nú inn sem fyrst,  jákvæð svör og taka þannig þátt í að halda Ljósanótt sem einni bestu menningar- og fjölskylduhátíð landsins.

Undirbúningur hátíðarinnar er nú í fullum gangi og eru það starfsmenn Reykjanesbæjar sem stýra framkvæmd hennar en við hlið þeirra starfar fjöldi öflugra samstarfsaðila og voru nokkrir þeirra mættir við þetta tilefni m.a. fulltrúar eftirfarandi hópa; Með blik í auga, Menningarfélag Keflavíkur, Menningarfélagið í Höfnum, KarfaN, Björgunarsveitin Suðurnes, Slysavarnardeildin Dagbjörg, Lögreglan og Brunavarnir Suðurnesja.

Setning Ljósanætur 2016 fer fram á fimmtudag í næstu viku. Þá verða risablöðrir, eins og sjást á meðfylgjandi myndum, notaðar á setningarhátíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024