Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjónvarp: Fyrirbyggjandi aðgerðir tengdar lýðheilsu
Fimmtudagur 2. febrúar 2017 kl. 06:00

Sjónvarp: Fyrirbyggjandi aðgerðir tengdar lýðheilsu

Verkefnið Heilsueflandi samfélag stendur nú yfir í Reykjanesbæ. Tilgangurinn með verkefninu er að nýta áfram það sem vel hefur verið gert fyrir heilsu íbúa og skapa enn betri grundvöll fyrir heilsueflandi samfélag. „Við ætlum að setja okkur markmið til langs tíma til að bæta heilsu íbúanna á jákvæðan hátt og auðvitað með þeirra samstarfi. Ég hlakka mikið til að taka þátt í að bæta heilsu íbúa Reykjanesbæjar og vonast til þess að hin að sveitarfélögin á Suðurnesjum fylgi í kjölfarið,“ segir Jóhann Fr. Friðriksson hjá Nexis heilsueflingu, verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Reykjanesbæ.

Embætti landlæknis hefur mótað ramma utan um verkefnið en það verður svo sniðið að þörfum hvers og eins samfélags. Níu sveitarfélög á landinu taka nú þátt í verkefninu sem hófst í Mosfellsbæ á sínum tíma. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Jóhann á dögunum um heilsueflingu og má sjá viðtalið hérna fyrir neðan. Meðal þess sem fram kemur er að ávinningur heilsueflandi vinnustaða er margvíslegur, til dæmis eykst framleiðni, ánægja starfsmanna og heilsa almennt.