Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:16

SJÓMENN VILJA EKKI BÚA Í GRINDAVÍK

Um helmingur allra sjómanna sem gera út frá Grindavík, hefur fasta búsetu í öðrum bæjarfélögum. Ástæðan er m.a. sú að flotinn er það stór að íbúar Grindavíkur eru ekki nógu margir til að manna öll plássin. Um 700-800 sjómenn gera út frá Grindavík í dag sem myndi þýða að 30-40% íbúa Grindavíkur væru sjómenn. Grindavíkurbær hyggst gera könnun á hvernig sé hægt að laða fleiri sjómenn til að búa í Grindavík. Ekki er búið að ákveða hvenær sú könnun á að fara fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024