Sjómannadagurinn undirbúinn!
Sunnudaginn 4. júní nk. verður sjómanna og fjölskyldudagur haldinn við smábátahöfnina í Grófinni. Mikið verður um dýrðir eins og venjulega, ræðuhöld og heiðrun, frábær skemmtikraftur og talsvert af keppnum. Þar má helst telja svifbraut, hólmganga, kajakkeppnisróður, apabrú, áskorendakeppni í sjómann og fleira. Kynning á Go-Kart brautinni í Njarðvík, sjávardýrasýning, starfsemi köfunarskólans og siglingaklúbbnum. Á Duus safninu verður sýning á bátalíkönum og myndasýning. Í Kaffi Duus verður formleg opnun viðbyggingarinnar og málverkasýning en þar verður að sjálfsögðu boðið upp á sölu veitinga og um kvöldið verður sérstakur sjómanna og fjölskyldudagsmatseðill. Gallerý Björg verður með sýningu á handverki í Kaffi Duus. Að lokum verður keppni í körfubolta, keppt verður í tveimur flokkum, 13 - 15 ára og 16 ára og eldri, hámark 6 lið í hvorum flokk. Skráning í körfuboltann er í síma 895 6491 (Siggi) og í síma 869 1926 (Sævar). Kaffi Duus gefur verðlaun fyrir keppnisgreinar