Sjómaður féll útbyrðis og drukknaði
Sjómaður fór útbyrðis af netabátnum Fylki KE 102 og drukknaði þar sem báturinn var að leggja net um eina sjómílu norðaustur af Keilisnesi. Slysið átti sér stað kl. 11:50 í morgun. Sjómenn af nærstöddum báti aðstoðuðu við að ná manninum úr sjónum. Hann var fluttur til Keflavíkur. Lífgunartilraunir voru reyndar á leiðinni í land. Þær báru ekki árangur. Læknir fór um borð í bátinn í Keflavíkurhöfn og úrskurðaði manninn látinn. Maðurinn var 67 ára gamall.
Myndin: Fylkir KE 102 í smábátahöfninni í Gróf í dag. Lögreglan tók á móti bátnum þegar hann kom í land eftir hádegið. VF-mynd: Hilmar Bragi