Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjómaður fékk 45 milljónir í bætur
Þriðjudagur 8. júlí 2014 kl. 08:00

Sjómaður fékk 45 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Tryggingamiðstöðina til þess að greiða fyrrverandi sjómanni 45 milljónir króna í bætur vegna slyss. Sjómaðurinn var við vinnu í lest línuveiðibáts frá Grindavík 1. maí 2009 þegar hann féll aftur fyrir sig og slasaðist á öxl. Rúv greinir frá.

Í fyrstu var talið að meiðslin væru ekki alvarleg. Maðurinn kláraði túrinn auk þess að fara næsta túr. Hálfu ári síðar varð þó hann að hætta sjómennsku og ári eftir slysið fékk hann greiddar rúmar níu milljónir króna úr slysatryggingu. Maðurinn gekkst þrisvar undir aðgerð á öxl vegna meiðslanna og krafðist síðar bóta vegna örorku. Dómari sagði að vegna meiðslanna hefði maðurinn ekki lengur getað gegnt sjómennsku eins og hann hefði ella getað gert. Hann gæti í framtíðinni aðeins unnið létt störf í landi sem væru verr launuð. Því samþykkti dómarinn kröfu mannsins um 45 milljóna bætur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024