Sjómaður af Suðurnesjum lést - annars saknað
Sjómaður frá Suðurnesjum lést eftir sjóslys undan Þrídröngum í gærmorgun. Maðurinn var skipstjóri á netabátnum Bjarma VE 66 sem var á leið frá Vestmannaeyjum til Grindavíkur. Hálfbróðir mannsins sem fórst er enn saknað og hefur leit staðið yfir í allan dag. Ekki er unnt að greina frá nöfnum enn sem komið er.Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, bjargaði þremur skipverjum úr sjónum eftir að netabáturinn Bjarmi VE 66 sökk um 10 sjómílur undan Þrídröngum í gærmorgun. Fjórir voru um borð í bátnum og er eins þeirra saknað. Einn þeirra sem náðist um borð í þyrluna lést áður en hann komst á sjúkrahús. Hinir tveir við nokkuð góða heilsu. Annar þeirra er úr Njarðvík, hinn frá Ísafirði. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason úr Grindavík hefur einnig tekið þátt í leitinni.
Báturinn, sem sökk, hefur verið gerður út frá Vestmannaeyjum. Hann hafði hins vegar verið seldur og var á leið til nýrra eigenda, þegar slysið varð. Um borð í bátnum var mikið magn ýmiskonar veiðarfæra.
Báturinn, sem sökk, hefur verið gerður út frá Vestmannaeyjum. Hann hafði hins vegar verið seldur og var á leið til nýrra eigenda, þegar slysið varð. Um borð í bátnum var mikið magn ýmiskonar veiðarfæra.