Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Sjóhúsið við Lambastaði í Garði þarf að verja
Mánudagur 26. janúar 2009 kl. 15:38

Sjóhúsið við Lambastaði í Garði þarf að verja

 
Ferða-, safna- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Garðs leggur áherslu á að sérstaða og starfsemi Byggðasafnsins á Garðskaga þurfi að vera skýr. Vélbátar og útgerð eru þar mikilvægur þáttur.
Í fundargerð nefndarinnar frá 20. janúar sl. er lögð áhersla á að vörin og sjóhúsið á Lambastöðum verði varin fyrir frekari skemmdum. Klæðning er farin að fjúka af húsinu og hefur Björgnuarsveitin Ægir í Garði m.a. farið í útköll til að hefta fok frá sjóhúsinu.
 

---
Mynd: Sjóhúsið á Lambastöðum stendur á sjávarkambinum ekki langt frá Byggðasafninu á Garðskaga. Það er farið að láta á sjá, en það getur ekki talist mikil framkvæmd að skipta a.m.k. um klæðningu á húsinu. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Bílakjarninn
Bílakjarninn