Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóðheitar Víkurfréttir eru komnar út
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 29. júlí 2020 kl. 21:40

Sjóðheitar Víkurfréttir eru komnar út

92 síðna gleðigjafi fyrir verslunarmannahelgina

Það kennir margra grasa í nýjum rafrænum Víkurfréttum og fjölbreytt lesefni sem ætti að duga vel fram í ágúst. Meðal efnis er Víkurfréttaheimsókn á Hótel Bláfell en Njarðvíkingurinn Friðrik Árnason hefur rekið hótelið á annan áratug. Við fáum fjölmarga Suðurnesjamenn til að segja okkur frá því hvað þeir hafa verið að gera í sumar og þar kemur margt skemmtilegt fram. Hver veit til dæmis að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, Guðbergur Reynisson og Sighvatur Jónsson eiga öll magnaða sögu frá Þjóðhátíð í Eyjum?

Ellert Grétarsson missti tímaskynið aleinn að fjallabaki, við heyrum í Ella sem hefur ferðast með myndavélina um landið og sjáum magnaðar ljósmyndir sem hann hefur tekið á ferð sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við segjum frá óskemmtilegri reynslu frístundabóndans Jóns Sigurðssonar í Sandgerði en hundur réðst á lamb sem hann á. Við fórum á Skötumessu í Garðinum með tæplega 400 öðrum og vorum líka á safni Ásgeirs Hjálmarssonar í Garði þegar félags- og barnamálaráðherra skoðaði 75 ára gamlan Renault happdrættisbíl. Sæluhús og fleiri skemmtileg verkefni komu út úr skemmtilegu starfi hópsins Hughrif í bæ í Reykjanesbæ og við segjum frá þeim í máli og myndum. 

Við förum á magnaða örtónleika tveggja söngkvenna í Garðskagavita og ræðum við nýjan markaskorara Keflavíkurliðsins í knattspyrnu, sýnum myndir frá golfmóti Special Olympics í Leiru og birtum nú alla sem hafa valið sínar fimm uppáhaldsplötur í einu blaði.

Fleira mætti nefna en sjón er sögu ríkari.