Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóbjörgunaræfing í Garðsjó
Sunnudagur 21. nóvember 2010 kl. 18:00

Sjóbjörgunaræfing í Garðsjó

Sjóbjörgnardeild Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði hélt viðamikla æfingu í dag þar sem áhafnir tveggja báta sveitarinnar æfðu leit og björgun í Garðsjónum og við Garðskaga. Sett höfðu verið upp verkefni þar sem m.a. var unnið með GPS-staðarákvörðun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tveir björgunarhópar leystu verkefnin og síðan var samstarfsverkefni þar sem dælur voru fluttar á milli báta og dælt úti á sjó. Æfingin þótti takast vel en farið verður nánar yfir niðurstöður hennar á fundi hjá Ægismönnum á morgun.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingunni í dag.

Fjörurnar í Garði eru erfiðar yfirferðar og víða mjög grýttar eins og sjá má á þessari mynd.

Komið með brúðu í land sem hafði hlutverk í björgunarbáti í Garðsjónum.

Sjúklingur borinn upp úr fjörunni í Garði. Á efstu myndinni má sjá áhafnir bátanna prófa dælur úti á sjó.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson