Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjóarinn síkáti hefst í rjómablíðu í dag
Fimmtudagur 31. maí 2012 kl. 09:32

Sjóarinn síkáti hefst í rjómablíðu í dag



Sjóaranum síkáta verður þjófstartað í dag með ýmsum dagskrárviðburðum. Þar má nefna opnun ljósmynda- og málverkasýninga, fótboltamót, pílumót, Raggi Bjarna verður á Salthúsinu og Hjálmar á Kantinum. Einmuna blíða er í bænum og verður alla helgina! Dagskrá Sjóans síkáta í dag er eftirfarandi:

10:00 - 15:00 Sjómannastofan Vör. Menning í dúr eða moll. Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar.

10:30 Fiskur undan steini. Leikskólabörn skreyta girðinguna á móti verslunarmiðstöðinni í tilefni Sjómannadagshelgarinnar.

11:00 - 18:00 Nytjamarkaður Kvennaklúbbs Karlakórs Keflavíkur að Hafnargötu 26. Kaffi og vöfflusala.

11:00 - 23:00 Kaffihúsið Bryggjan. Ljósmynda-sýning Vigdísar Heiðrúnar Viggósdóttur, „Með eigin augum".

11:00 - 21:00 Northern Light Inn. Málverkasýning Þórdísar Daníelsdóttur, „Náttúran með augum listamannsins".

17:00 - 19:00 Bacalao-mótið í knattspyrnu. Knattspyrnumót fyrir 30 ára og eldri, fyrrum knattspyrnuhetjur Grindvíkinga nær og fjær. Mótið endar með saltfiskveislu og skemmtidagskrá í risatjaldi við Gulahúsið sem hefst kl 20:00.

19:30 - Mamma Mia. Pílumót Sjóarans síkáta. Skráning hjá Ágústi Sv. Bjarnasyni í síma 8976354.

23:00 - Kanturinn. Hljómsveitin Hjálmar. Funk hljómsveitin Funk That Shit hitar upp.

20:00 og 22:15 Salthúsið. HAFIÐ BLÁA HAFIÐ - sjómannalögin með Ragga Bjarna. Tvennir óviðjafnanlegir
Sjómannadagstónleikar á Salthúsinu. Á tónleikunum mun söngvarinn og goðsögnin Ragnar Bjarnason flytja öll gömlu góðu sjómannalögin á sinn einstaka hátt með dyggri aðstoð hljómsveitar sem skipuð er valinkunnum tónlistarmönnum; þeim Pálma Sigurhjartarsyni (Vinir Sjonna, Sniglabandið) á píanó og harmónikku, Ásgeiri Ásgeirssyni (Thin Jim) á gítara og mandólin, Halldóri Lárussyni (Bubbi, Júpíters, Thin Jim) á trommur, og Jökli Jörgensen (Earth Affair, Thin Jim) á bassa.
Sérstakir heiðursgestir Mjöll Hólm og Grindvíkingurinn vaski Dagbjartur Willardsson.

Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20:00, seinni tónleikarnir kl. 22:15.
Miðapantanir og forsala er á Salthúsinu - sími: 426 9700.
Miðaverð kr. 2.900,-

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024