Sjóarinn síkáti haldinn hátíðlegur í Grindavík
- Sjómannadagurinn er mikill hátíðardagur í Grindavík og er hluti hátíðarinnar.
Sjóarinn síkáti er haldinn Sjómannadagshelgina, 9.-11. júní 2017 en dagskrá hefur staðið yfir alla vikunnar. Hátíðin hefur fest sig í sessi og fjölmargir gestir sækja Grindvíkinga heim þessa helgi. Sjómannadagurinn er mikill hátíðardagur í Grindavík og er hluti hátíðarinnar.
Heimamenn bjóða til mikillar veislu þar sem ungir sem aldnir finna eitthvað við sitt hæfi og fjölbreytt dagskrá bíður. Formlega hefst hátíðin á föstudagskvöld með skrúðgöngu hverfanna þar sem heimamenn klæða sig upp í litskrúðug föt í einkennislitum sinna hverfa og sameinast svo í fjölskylduskemmtun á bryggjuballi við Kvikuna. Tónleikar, sýningar og fjölbreytt mannlíf einkenna þessa skemmtilegu bæjarhátíð þar sem ungir og aldnir finna eitthvað við sitt hæfi.
Dagskrá Sjóarans síkáta nær að sjálfsögðu hámarki um helgina. Á föstudeginum er litaskrúðganga hverfanna á sínum stað, ásamt bryggjuballi þar sem Ingó og veðurguðirnir munu halda uppi stuðinu. Þá mun úrval grindvískra skemmtikrafta stíga á svið á föstudagskvöldinu.
Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Sjóaranum í ár. Barnadagskráin er í stóru hlutverki laugardag og sunnudag, en þá koma fram Bjarni töframaður, Solla stirða, Siggi sæti, Íþróttaálfurinn, Halla hrekkjusvín, Skoppa og skrítla, Sirkus Íslands, diskótekið Dísa og Bíbí & Björgvin. Þá verður einnig starfræktur töfraskóli á laugardeginum í umsjón Einars Mikaels. Svo má ekki gleyma leiktækjunum.
Böll og dansleikir verða út um allan bæ. Síðan skein sól spilar á árlegum dansleik körfuknattleiksdeildarinnar í íþróttahúsinu, ásamt Emmsjé Gauta og DJ Agli Birgis. KK Band spilar á Fish house og Dalton á Salthúsinu.
Dagskráin er aðgengilegt á vef Grindavíkurbæjar.