Sjóarinn Síkáti: Fjölbreytt dagskrá hefst kl. 11
Hin árlega stórhátíð Sjóarinn Síkáti í Grindavík hófst í gær með sundlaugarteiti og bryggjuballi auk þess sem ljósmyndasýningin Íslenskir Sjómenn opnaði í Saltfisksetrinu.
Skipulögð dagskrá í dag hefst kl. 11 með skemmtisiglingu frá höfninni en þá tekur við þétt og fjölbreytt dagskrá sem má finna á miðopnu síðasta tölublaðs Víkurfrétta eða með því að smella hér.
Auk auglýstrar dagskrár verður ýmislegt um að vera á veitingastaðnum Salthúsinu en í kvöld og annað kvöld verður þar boðið upp á sjávarréttarhlaðborð og steik, en í kvöld mun hljómsveit Geirmundar leika fyrir dansi.
Bensín stöðin Olís verður einnig með hoppkastala og leiktæki fyrir börnin um helgina að því ógleymdu að allir fá frían ís.
Þá má þess geta að Mamma mía verður með sérstakar sjávarréttapizzur á boðstólum um sjómannadagshelgina.