Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóarinn Síkáti farinn af stað
Laugardagur 2. júní 2007 kl. 13:52

Sjóarinn Síkáti farinn af stað

Dagskrá Sjóarans síkáta hófst í gær með fjölbreyttri dagskrá sem mun halda áfram í dag og ná hámarki á morgun, sjómannadag.

Í gær var fjölmargt í boði fyrir gesti hátíðarinnar, svo sem listsýningar og tónleikar auk þess sem hið árlega brygguball var haldið þar sem fólk á öllum aldri kom og skemmti sér saman við undirleik Ragga Bjarna og Þorgeirs Ástvaldssonar, hljómsveitarinnar Buffsins, South River Band og Bigalow úr Grindavík.

Þorsteinn Gunnar, ljósmyndari VF, var að sjálfsögðu á staðnum og má sjá myndir frá brygguballinu í ljósmyndasafninu hér til hliðar.

Í morgun hófst dagskrá með golfmóti fyrir öldunga og körfuboltamóti fyrir krakkana auk þess sem skemmtisigling var í boði.

Kl. 13 hófst svo vatnsstríð sem björgunarsveitin Þorbjörn stendur við fyrir framan björgunarsveitarhúsið, en margt fleira verður í boði. Dagskrá má nálgast með því að smella hér.

VF-mynd/Þorsteinn Gunnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024