Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóarinn síkáti á fullu í dag
Föstudagur 3. júní 2011 kl. 09:54

Sjóarinn síkáti á fullu í dag

Sjóarinn síkáti heldur áfram af fullum krafti í dag. Það sem hæst ber að nefna úr dagskránni er litaskrúðganga hverfanna á hátíðarsvæðið og svo Bryggjuballið þar sem m.a. hljómsveitirnar vinsælu Buffið og Ingó og Veðurguðirnir sjá um fjörið. Dagskráin í dag er eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Föstudagur 3. júní:
07:00 - 09:00 Grindavík í bítið. Morgunþáttur Bylgjunnar í beinni útsendingu frá Kvikunni í Grindavík.

08:00 - 22:00 Söguratleikur Grindavíkur 2011. Þema: Náttúran og þjóðtrúin.

10:00 - 18:00 Risastórt fiskabúr með bleikju frá Íslandsbleikju í Grindavík til sýnis við Kvikuna.

09:00 - 16:00 Stakkavík, Bakkalág 15b. Sýnd verður heimildamynd um línuveiðar á Þórkötlu GK 7. Sjá nánar í dagskrá þjónustuaðila.

14:00 Landsbankinn, Víkurbraut 56. Arney Sigurbjörnsdóttir - Röddin 2010 - syngur nokkur lög.

16:00-18:30. Grindavík síðdegis. Þorgeir, Kristófer og Bragi með síðdegisþátt Bylgjunnar í beinni útsendingu frá Kvikunni.

18:00 Götugrill um allan bæ.
Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta göturnar í sínum litum og slá saman í götugrill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.

20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu.
Kvölddagskrá: Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna.
Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu.
- „Trúbadorar" úr hverju hverfi halda uppi
„brekku-eða bryggjusöng"
- Verðlaunaafhendingar: Best skreytta húsið, best skreytta gatan, frumlegasta skreytingin, best skreytta fyrirtækið og best skreytta hverfið.
- Nemendur úr grunnskóla Grindavíkur
flytja lag úr leikritinu „Okkar eigin
Grindavík"
- Grindvíska hljómsveitin Pabbastrákar.
- Hreimur og Vignir úr Vinum Sjonna taka lagið.
21:30 - 24:00 Bryggjuball með tveimur af vinsælustu hljómsveitum landsins:
• Buffið.
• Ingó og Veðurguðirnir.

22:00 Bryggjan - Presleygleði með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar.

00:00 Salthúsið - Dansleikur með
Grindavíkurhljómsveitinni Geimfararnir. Miðaverð 1.500 kr.

00:00 Kanturinn - Hinn eini sanni BlazRoca (Erpur) ásamt Joey D.

VF-Myndir: Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson í morgun