Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóarinn síkáti 2021 verði haldinn í júní
Sunnudagur 24. janúar 2021 kl. 07:38

Sjóarinn síkáti 2021 verði haldinn í júní

– og menningarvor í mars og apríl

Gert er ráð fyrir að Sjóarinn síkáti fari fram í Grindavík 4.–6. júní næstkomandi. Mikil óvissa er hvernig skipulagi hátíðarinnar verður háttað. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur hefur verið falið að halda áfram vinnu við undirbúning og upplýsa frístunda- og menningarnefnd um gang mála.

Menningarvor í Grindavík 2021 mun fara fram í mars og apríl með óhefðbundnum hætti. Á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar var rætt um fyrirkomulag og tillögur að viðburðum. Sviðsstjóra var falið að vinna málið áfram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024