SJÓAÐIR SJÚKRAFLUTNINGSMENN
Tilkynnt um veikan sjómann um borð í m/s Stapafelli sl. mánudag. Sjúkraflutningsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja fór með björgunarskipinu Hannesi Hafstein og sótti þann sjúka u.þ.b. 10 sjómílur undan Reykjanesi. Að sjóferðinni lokinni var ferðinni heitið á Landsspítalann þar sem sjúklingnum heilsast vel. Er þetta í fyrsta sinn sem sjúkraflutningsmaður er sendur til sjós með björgunarsveit, í þessu tilfelli Björgunarsveit Ægis í Garði, en gott samstarf B.S og björgunarsveita svæðisins gerðu þetta mögulegt.