Sjö Vítisenglum vísað frá
-Náið eftirlit með komuflugi um helgina
Sjö norrænum félögum í Hell’s Angels var meinuð landsganga á Keflavíkurflugvelli í kvöld, en þeir komu í kvöld með flugi frá Danmörku og Noregi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Tilgangur ferðar þeirra hingað til lands var að sækja teiti hjá vélhjólaklúbbnum Fafner MC-Iceland.
Í tilkynningu lögreglunnar er þess einnig getið að aðgerðum yfirvalda vegna komu Hell’s Angels sé ekki lokið. Vel verði fylgst með komuflugi um helgina sem og fyrirhuguðu samkvæmi Fáfnismanna.
Embætti ríkislögreglustjóra mun hafa yfirstjórn með henni héðan í frá, en til þessa hefur Lögreglan á Suðurnesjum stýrt aðgerðum með þátttöku Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.