Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö teknir með ljós í ólagi
Fimmtudagur 20. október 2005 kl. 09:08

Sjö teknir með ljós í ólagi

Þessa dagana stendur lögreglan á suðvesturlandi fyrir umferðarátaki þar sem sérstaklega er hugað að ljósabúnaði bifreiða. Í gær voru höfð afskipti af sjö ökumönnum þar sem ljósin á bifreiðum þeirra voru í einhverju ólagi.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Mældur hraði var 130 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Sex ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn og tveir ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað.

Eitt umferðaróhapp varð í Keflavík í gær. Engin meiðsl urðu á fólki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024