Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö teknir fyrir umferðarlagabrot
Mánudagur 5. febrúar 2007 kl. 10:55

Sjö teknir fyrir umferðarlagabrot

Sjö ökumenn voru teknir fyrir umferðarlagabrot í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi og í nótt. Fjórir voru teknir fyrir of hraðan akstur og þrír fyrir stöðvunarskyldubrot.

Um daginn urður fjögur minniháttar umferðaróhöpp en engin slys urðu á fólki. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og annar fyrir að stöðva ekki fyrir gangandi vegfaranda við gangbraut. Sá hinn sami fékk einnig óvæntan „glaðning“ því hann var einnig sektaður fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024