Föstudagur 26. ágúst 2005 kl. 11:15
Sjö teknir á hraðferð
Sjö ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík í gær. Einn á Garðskagavegi, tveir á Grindavíkurvegi, þrír á Reykjanesbraut og einn á Njarðarbraut.
Sá sem hraðast ók mældist á 130 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.