Sjö sveinar útskrifast úr húsasmíði við FS
Sjö nemendur í húsasmíði við byggingadeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja unnu við smíði sveinsstykkis um helgina, en verkefni þeirra var að smíða snúinn tréstiga. Níu nemendur voru skráðir í prófið, en sjö mættu. Nemendurnir hófu smíði stigans klukkan 9 sl. föstudag og áttu að ljúka smíðinni klukkan 15 í gær, sunnudag. Að sögn SturlaugsÓlafssonar fagstjóra byggingadeildar FS náðu allir nemendurnir prófinu. "Nú eru þeir orðnir fullgildir sveinar í húsasmíði og komnir út í atvinnulífið," sagði Sturlaugur í samtali við Víkurfréttir.
Skoða sjö myndir frá sveinsprófi hér!