Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 28. nóvember 2003 kl. 14:06

Sjö starfsmönnum ÍAV sagt upp í Helguvík

Sjö starfsmönnum Íslenskra Aðalverktaka hjá olíubirgðastöðinni í Helguvík hefur verið sagt upp störfum, en fyrirtækið hættir starfsemi í olíubirgðastöðinni frá og með 1. janúar í kjölfar útboðs sem nýlega fór fram. Olíufélagið Esso bauð lægra í útboði um vöktun á Helguvíkursvæðinu og eldsneytisafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli, en Íslenskir Aðalverktakar buðu einnig í verkið. Árni Stefánsson starfsmannastjóri Íslenskra Aðalverktaka sagði í samtali við Víkurfréttir að það yrði skoðað hvort starfsmennirnir fengju önnur störf hjá fyrirtækinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024