Sjö slasaðir eftir fjölda umferðaróhappa á Reykjanesbraut í gær
Gríðarlegt annríki var hjá Brunavörnum Suðurnesja í gær. Um tíma voru 14 slökkviliðs-og sjúkraflutningamenna samtímis að störfum vegna umferðaróhappa og allir sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja, auk sjúkrabíls Grindavíkur, samtímis uppteknir vegna útkalla.
Beita þurfti björgunartækjum þ.e.a.s. vökvaklippum, tjökkum og spili slökkviliðs BS til að ná fólki úr klesstum bíl sem fór útaf á Reykjanesbraut við gatnamótin inná Seylubraut í Njarðvík í Reykjanesbæ.
Hvert útkall var mjög tímafrekt því aðstæður voru slæmar, mikil hálka og skafrenningur var á brautinni, sérstaklega á svæðinu þar sem vegaframkvæmdir standa yfir, en flest slysin urðu á þeim vegakafla. Erfitt var því fyrir viðbragðsaðila að komast að slysavettvangi og m.a. varð að loka Reykjanesbrautinni um tíma.
Um átta leitið í gærkvöldi fór tilfellum að fækka, en frá hádegi voru komin samtals 16 útköll á sjúkra- og tækjabíl slökkviliðs BS, þar af voru 9 tilfelli vegna umferðaróhappa á Reykjanesbraut, alls voru 7 slasaðir og þar af voru 4 fluttir áfram til sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu vegna alvarleika meiðsla þeirra.
Önnur útköll slökkviliðsins BS voru misalvarleg og tengdust að mestu veikindum, að því er segir í frétt á vef Brunavarna Suðurnesja.
Mynd: Frá einu slysanna á Reykjanesbraut í gærkvöldi.
Beita þurfti björgunartækjum þ.e.a.s. vökvaklippum, tjökkum og spili slökkviliðs BS til að ná fólki úr klesstum bíl sem fór útaf á Reykjanesbraut við gatnamótin inná Seylubraut í Njarðvík í Reykjanesbæ.
Hvert útkall var mjög tímafrekt því aðstæður voru slæmar, mikil hálka og skafrenningur var á brautinni, sérstaklega á svæðinu þar sem vegaframkvæmdir standa yfir, en flest slysin urðu á þeim vegakafla. Erfitt var því fyrir viðbragðsaðila að komast að slysavettvangi og m.a. varð að loka Reykjanesbrautinni um tíma.
Um átta leitið í gærkvöldi fór tilfellum að fækka, en frá hádegi voru komin samtals 16 útköll á sjúkra- og tækjabíl slökkviliðs BS, þar af voru 9 tilfelli vegna umferðaróhappa á Reykjanesbraut, alls voru 7 slasaðir og þar af voru 4 fluttir áfram til sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu vegna alvarleika meiðsla þeirra.
Önnur útköll slökkviliðsins BS voru misalvarleg og tengdust að mestu veikindum, að því er segir í frétt á vef Brunavarna Suðurnesja.
Mynd: Frá einu slysanna á Reykjanesbraut í gærkvöldi.