Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Föstudagur 19. mars 2004 kl. 10:22

Sjö sækja um skólastjórastöðu

Sjö manns sóttu um skólastjórastöðu Myllubakkaskóla sem auglýst var nýlega laus til umsóknar. Fræðslustjóra var falið að gefa umsögn um umsóknirnar eftir að þær höfðu verið lagðar fram í bæjarráði. Umsækjendur eru þessir: Björgvin Þór Þórhallsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Brynja Árnadóttir, Daði V. Ingimundarson, Leifur Ísaksson, Sigurður Þ. Ingimundarson og Björn Víkingur Skúlason.

Sigurður Þ. Ingimundarson var ráðinn tímabundið til að gegna stöðu skólastjóra eftir fráfall Vilhjálms Ketilssonar.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner