Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 4. maí 2004 kl. 11:47

Sjö ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í gær

Í gær kærði lögreglan í Keflavík sjö ökumenn fyrir of hraðann akstur á Suðurnesjum. Einn ökumaður var stöðvaður á 107 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km.
Einn ökumaður var kærður fyrir aka án ökuréttinda og annar fyrir stöðvunarskyldubrot.

Í síðustu viku voru 55 ökumenn og 6 farþegar kærðir fyrir að vera ekki í bílbelti. Mun lögreglan halda áfram að leggja áherslu á þennan brotaflokk, telur að með því að fá alla til að nota bílbelti megi fækka slösuðum í umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024