Sjö með of þungan fót
Sjö ökumenn hafa á síðustu dögum verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Brotin áttu sér flest stað á Grindavíkurvegi, en einnig á Reykjanesbraut og Garðskagavegi. Sá sem hraðast ók mældist á 128 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.
Einn ökumaður til viðbótar var ekki í bílbelti. Loks voru númer klippt af bifreið sem hafði ekki verið færð til skoðunar innan tilsettra tímamarka. Hún var að auki með filmur í fremri hliðarrúðum.