Þriðjudagur 13. janúar 2004 kl. 10:31
Sjö kærðir í nótt fyrir hraðakstur

Á næturvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík voru sjö ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Sá sem hraðast ók var mældur á 39 km yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Sekt fyrir það er 30,000 krónur og tveir punktar í ökuferilsskrá. Þá voru eigendur tveggja bifreiða kærðir fyrir að mæta ekki með þær á tilsettum tíma til skoðunar.