Sjö í prófkjöri xD í Grindavík
Sjö hafa ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem fara fram þann 26. maí nk.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram laugardaginn 24. febrúar í húsi Sjálfstæðisfélagsins að Víkurbraut 25, frá kl. 10.00 - 17.00. Þetta kemur fram á Grindavik.is.
Frambjóðendurnir sjö sem hafa gefið kost á sér eru hér í stafrófsröð:
Birgitta Kárdóttir, gefur kost á sér í 2.-3. sæti.
Guðmundur Pálsson, gefur kost á sér í 3. sæti.
Gunnar Ari Harðarson, gefur kost á sér í 4.-6. sæti.
Hjálmar Hallgrímsson, gefur kost á sér í 1. sæti.
Hulda Kristín Smáradóttir, gefur kost á sér í 5.-7. sæti.
Irmý Rós Þorsteinsdóttir, gefur kost á sér í 5.-7. sæti.
Jóna Rut Jónsdóttir, gefur kost á sér í 2. sæti.