Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö í fimm manna bíl
Mánudagur 22. febrúar 2016 kl. 11:10

Sjö í fimm manna bíl

- Ölvaðir 16 og 17 ára unglingar farþegar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði undir síðustu helgi bifreið sem í voru sjö ungmenni og var það tveimur fleira en bifreiðin var skráð fyrir. Flestir farþeganna voru ölvaðir, en þrír yngstu voru sextán og sautján ára. Þá voru hljólbarðar bifreiðarinnar í ólagi því þeir voru orðnir svo slitnir að þeir voru nánast án munsturs. Skráningarnúmerin voru því fjarlægð af bifreiðinni og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart um málið.
 
Þá voru tveir ökumenn færðir á lögreglustöð um helgina vegna gruns um ölvunarakstur.
 
Lögregla hafði einnig gát á notkun öryggisbelta og reyndust átta aka án þess að hafa þau spennt. Sitthvað fleira var athugavert, til dæmis var ökutækjum lagt ólöglega og einnig voru í umferðinni ótryggðar og óskoðaðar bifreiðar. Skráningarnúmer voru fjarlægð af þeim.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024