Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö buðu í tvöföldunina
Þriðjudagur 8. apríl 2008 kl. 17:20

Sjö buðu í tvöföldunina


Sjö tilboð bárust í endurútboði Vegagerðarinnar á tvöföldun Reykjanesbrautar en tilboð voru opnuð í dag.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verktakafyrirtækið Topp verktakar ehf. átti lægsta tilboðið, rétt tæpar 700 milljíonir, sem er 10% undir kostnaðaráætlun. Næst fyrir ofan var Ístak sem bauð 807 milljónir en hæstir voru Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas með um 970 milljónir, eða rúmum fjórðungi ofan við kostnaðaráætlun.

Heildarlista yfir tilboð má sjá á myndinni hér að ofan.

 

Samkvæmt útboði skal tvöföld braut vera aksturshæf ekki síðar en 16. október nk. en fullbúin þann 1. júní 2009.

 

Útboðið var svohljóðandi:

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar, frá Strandarheiði að Njarðvík ásamt frágangi við vegamót Vogavegar, Grindavíkurvegar, Stapahverfis og Njarðvíkurvegar með tilheyrandi römpum, hringtorgum og þvervegum.

Ljúka skal tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem fyrri verktaki sagði sig frá verkinu. Á útboðskaflanum er ýmist búið að ljúka fyllingum, leggja neðra eða efra burðarlag eða leggja eitt eða tvö malbikslög. Ljúka skal við nýja syðri akbraut, ljúka fyllingum að brúm, frágangi fláa ásamt nauðsynlegri landmótun til að ljúka verkinu.

Ekki þarf að fjölyrða um ástand umferðaröryggismála á Reykjanesbraut síðustu mánuði þar sem ekkert hefur verið unnið frá því að Jarðvélar sögðu sig frá verkinu undir lok síðasta árs.

Í máli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns samgöngunefndar Alþingis á þingi í gær kom fram að 23 umferðarslys hefðu átt sér stað á Brautinni í ár, þar af þrjú alvarleg.