Sjö ára slapp með skrekkinn í bílslysi
Betur fór en á horfðist þegar sjö ára drengur slasaðist lítillega er hann hljóp út á götu og á hlið bifreiðar sem fór þar hjá í gærkvöldi. Atburðurinn átti sér stað við Faxabraut en drengurinn slapp með smávægilega áverka á hægri fæti og hægri hendi.
Þá hafði lögregla hendur í hári þriggja drengja sem voru að hoppa uppá þaki bifreiðar sem stóð við Sundmiðstöðina við Sunnubraut seint í gærkvöldi. Drengirnir eru 13 ára gamlir og unnu þeir nokkrar skemmdir á þaki bifreiðarinnar.
Þá hafði lögregla hendur í hári þriggja drengja sem voru að hoppa uppá þaki bifreiðar sem stóð við Sundmiðstöðina við Sunnubraut seint í gærkvöldi. Drengirnir eru 13 ára gamlir og unnu þeir nokkrar skemmdir á þaki bifreiðarinnar.